Ráðstefnukall 2017

Fyrsta ráðstefna á vegum þessa nýja félags verður haldin laugardaginn 21. október 2017 í safnaðarheimili Neskirkju.

Kallað er eftir fyrirlestrum um söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Efni fyrirlestranna getur tengst sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirlesarar geta óskað eftir að fá til ráðstöfunar 30 eða 40 mínútur og er þá gert ráð fyrir að 5–10 mínútum af þeim tíma verði varið til umræðna að fyrirlestrum loknum.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is>) eigi síðar en 10. september 2017.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *