Ólafsþing 2018

2. Ólafsþing, ráðstefna Máls og sögu, verður haldið fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. október nk. í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg. Ólafsþing er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Af óviðráðanlegum orsökum fellur erindi Auðar Hauksdóttur niður og hefst dagskráin þess vegna hálftíma síðar en áætlað var.

Dagskrá (ágrip erinda má nálgast hér)

9:25–9:30 Setning

9:30–10:00 Þórhallur Eyþórsson: Rasmus Rask og almenn málvísindi

10:00–10:30 Svavar Sigmundsson: „því eigum við sjálfir að skemma ockar túngumál og gjöra háð að sjálfum oss?“ – Rask og málhreinsunarstarf hans

 

Hlé: kaffi, te og kleinur

 

11:00–11:30 Kristján Árnason: Um banamein tungumála

11:30–12:00 Haukur Þorgeirsson: Glíman við Snorra-Eddu: Frá 1818–2018

12:00–12:30 Þorgeir Sigurðsson: Rasmus Rask og Arinbjarnarkviða

 

Hádegishlé

 

13:30–14:00 Katrín Axelsdóttir: Breytt hlutverk nokkurra óákveðinna fornafna

14:00–14:30 Guðrún Þórhallsdóttir: Sjö daga fasta í röku

14:30–15:00 Jón Axel Harðarson: Um meinta hljóðbreytingu kwe > ko í norrænu og frumgermanska fyrirrennara íslensku orðanna koma og kona

 

Hlé: kaffi, te og kleinur

 

15:30–16:00 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Hvers vegna skipti Einar Hafliðason milli textaskriftar og léttiskriftar í Lögmannsannál?

16:00–16:30 Bjarni Gunnar Ásgeirsson: Endurskoðun á sambandi þriggja handrita Snorra-Eddu

 

Ráðstefnuslit og léttar veitingar

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *