Ráðstefnukall fyrir Ólafsþing 2019

Ólafsþing, ráðstefna Máls og sögu, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 26. október 2019.

Kallað er eftir fyrirlestrum um söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Efni fyrirlestranna getur tengst sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, rúnafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Erindi á Ólafsþingi skulu að jafnaði flutt á íslensku, en einnig kemur til greina að erindi séu flutt á öðrum málum.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is> eða <adalsteinnh@hi.is>) eigi síðar en 15. september 2019.