Ólafsþing 2019 — 26. október

3. Ólafsþing, ráðstefna Máls og sögu, verður haldið fyrsta vetrardag, laugardaginn 26. október nk. í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg. Ólafsþing er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

 

Dagskrá (ágrip erinda má nálgast hér):
Fyrri hluti: Lögmál og regla

10:00–10:30 Kristján Árnason: Um Craigieslögmál í norrænum kveðskap

10:30–11:00 Þorgeir Sigurðsson: Reglan um sterkt atkvæði í vísuorði

11:00–11:30 Hlé — kaffi, te og kleinur

11:30–12:00 Svavar Sigmundsson: Þróun hljóðdvalar í rímnakveðskap

12:00–12:30 Helgi Skúli Kjartansson: Þegar brageyrað blekkir

12:30–13:30 Hádegishlé

Síðari hluti: Orðhlutar, orð og orðasambönd

13:30–14:00 Haukur Þorgeirsson: Neitanir og aldur Eddukvæða

14:00–14:30 Kelsey Page Hopkins: Kerfisvæðing sem kvarði: tillaga að greiningarkerfi fyrir viðskeyti með uppruna í sjálfstæðum orðum

14:30–15:00 Margrét Jónsdóttir: Um nafnorðið GRÁP

15:00–15:30 Hlé — kaffi, te og kleinur

15:30–16:00 Jón Axel Harðarson: Hitt orðið um ‘konu’ í indóevrópsku

16:00–16:30 Katrín Axelsdóttir: Orðasambönd verða til

Ráðstefnuslit og léttar veitingar

Ráðstefnukall fyrir Ólafsþing 2019

Ólafsþing, ráðstefna Máls og sögu, verður haldið í þriðja sinn laugardaginn 26. október 2019.

Kallað er eftir fyrirlestrum um söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Efni fyrirlestranna getur tengst sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, rúnafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Erindi á Ólafsþingi skulu að jafnaði flutt á íslensku, en einnig kemur til greina að erindi séu flutt á öðrum málum.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is> eða <adalsteinnh@hi.is>) eigi síðar en 15. september 2019.

Ólafsþing 2018

2. Ólafsþing, ráðstefna Máls og sögu, verður haldið fyrsta vetrardag, laugardaginn 27. október nk. í sal safnaðarheimilis Neskirkju við Hagatorg. Ólafsþing er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Af óviðráðanlegum orsökum fellur erindi Auðar Hauksdóttur niður og hefst dagskráin þess vegna hálftíma síðar en áætlað var.

Dagskrá (ágrip erinda má nálgast hér)

9:25–9:30 Setning

9:30–10:00 Þórhallur Eyþórsson: Rasmus Rask og almenn málvísindi

10:00–10:30 Svavar Sigmundsson: „því eigum við sjálfir að skemma ockar túngumál og gjöra háð að sjálfum oss?“ – Rask og málhreinsunarstarf hans

 

Hlé: kaffi, te og kleinur

 

11:00–11:30 Kristján Árnason: Um banamein tungumála

11:30–12:00 Haukur Þorgeirsson: Glíman við Snorra-Eddu: Frá 1818–2018

12:00–12:30 Þorgeir Sigurðsson: Rasmus Rask og Arinbjarnarkviða

 

Hádegishlé

 

13:30–14:00 Katrín Axelsdóttir: Breytt hlutverk nokkurra óákveðinna fornafna

14:00–14:30 Guðrún Þórhallsdóttir: Sjö daga fasta í röku

14:30–15:00 Jón Axel Harðarson: Um meinta hljóðbreytingu kwe > ko í norrænu og frumgermanska fyrirrennara íslensku orðanna koma og kona

 

Hlé: kaffi, te og kleinur

 

15:30–16:00 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Hvers vegna skipti Einar Hafliðason milli textaskriftar og léttiskriftar í Lögmannsannál?

16:00–16:30 Bjarni Gunnar Ásgeirsson: Endurskoðun á sambandi þriggja handrita Snorra-Eddu

 

Ráðstefnuslit og léttar veitingar

Ráðstefnukall fyrir Ólafsþing 2018

Ólafsþing, ráðstefna félags um söguleg málvísindi og textafræði, verður haldið í annað sinn laugardaginn 27. október 2018.

Að þessu sinni er ætlunin að minnast þess að nú í ár eru nákvæmlega tvær aldir liðnar frá því að verðlaunaritgerð Rasmusar Kristians Rasks, Undersøgelse om det gamle nordiske eller islandske Sprogs Oprindelse, var birt. Sama ár, þ.e. 1818, gaf hann einnig út Eddukvæði og Snorra-Eddu ásamt málfræðiritgerðunum. Þess vegna er óskað sérstaklega eftir erindum um Rask og áhugamál hans. Tekið skal fram að ekki er endilega ætlast til þess að sjálfur Rask sé í forgrunni erinda, heldur má gjarnan fjalla um eitthvert hugðarefna hans sem að sönnu voru margvísleg.

Einnig er mögulegt að flytja erindi um önnur efni sem tengjast sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, rúnafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is> eða <adalsteinnh@hi.is>) eigi síðar en 15. september 2018.

Ólafsþing 2017

 

Fyrsta ráðstefna Máls og sögu verður haldin laugardaginn 21. október í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Dagskrá (ágrip erinda má nálgast hér):

9:30–10:00 Haukur Þorgeirsson: Afdrif /z/ í vestur-norrænu

10:00–10:30 Auður Hauksdóttir: Íslenska í augum Dana um aldamótin 1800

10:30–11:00 Kristján Árnason: Af signum sérhljóðum og höggnum lokhljóðum

Hlé: kaffi, te og kleinur

11:20–11:50 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Nokkur orð um bönd í Konungsbók eddukvæða

11:50–12:30 Teresa Dröfn Njarðvík: Ölvis rímur sterka — aldur og bragfræði

Hádegishlé

13:30–14:10 Jón G. Friðjónsson: Kerfisbundnar breytingar á forsetningum í íslensku

14:10–14:50 Jón Axel Harðarson: ‘Nakinn’ í germönsku og fornnorrænu: (F)ísl. nökkviðr, nökkr, nökkva og nakinn

Hlé: kaffi, te og kleinur

15:10–15:40 Helgi Skúli Kjartansson: Um hugtakið SPROTA hjá goðum og mönnum

15:40–16:10 Aðalsteinn Hákonarson: Gömul regla í nýju kerfi — táknun sérhljóða í forníslenskri stafsetningu

16:10–16:40 Þorgeir Sigurðsson: Persnesk atkvæði í kviðuhætti

Ráðstefnuslit

Að ráðstefnu lokinni býður Mál og saga upp á léttar veitingar

Ólafsþing er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands

Ráðstefnukall 2017

Fyrsta ráðstefna á vegum þessa nýja félags verður haldin laugardaginn 21. október 2017 í safnaðarheimili Neskirkju.

Kallað er eftir fyrirlestrum um söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Efni fyrirlestranna getur tengst sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirlesarar geta óskað eftir að fá til ráðstöfunar 30 eða 40 mínútur og er þá gert ráð fyrir að 5–10 mínútum af þeim tíma verði varið til umræðna að fyrirlestrum loknum.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is>) eigi síðar en 10. september 2017.