Ólafsþing 2017

 

Fyrsta ráðstefna Máls og sögu verður haldin laugardaginn 21. október í safnaðarheimili Neskirkju við Hagatorg.

Dagskrá (ágrip erinda má nálgast hér):

9:30–10:00 Haukur Þorgeirsson: Afdrif /z/ í vestur-norrænu

10:00–10:30 Auður Hauksdóttir: Íslenska í augum Dana um aldamótin 1800

10:30–11:00 Kristján Árnason: Af signum sérhljóðum og höggnum lokhljóðum

Hlé: kaffi, te og kleinur

11:20–11:50 Guðvarður Már Gunnlaugsson: Nokkur orð um bönd í Konungsbók eddukvæða

11:50–12:30 Teresa Dröfn Njarðvík: Ölvis rímur sterka — aldur og bragfræði

Hádegishlé

13:30–14:10 Jón G. Friðjónsson: Kerfisbundnar breytingar á forsetningum í íslensku

14:10–14:50 Jón Axel Harðarson: ‘Nakinn’ í germönsku og fornnorrænu: (F)ísl. nökkviðr, nökkr, nökkva og nakinn

Hlé: kaffi, te og kleinur

15:10–15:40 Helgi Skúli Kjartansson: Um hugtakið SPROTA hjá goðum og mönnum

15:40–16:10 Aðalsteinn Hákonarson: Gömul regla í nýju kerfi — táknun sérhljóða í forníslenskri stafsetningu

16:10–16:40 Þorgeir Sigurðsson: Persnesk atkvæði í kviðuhætti

Ráðstefnuslit

Að ráðstefnu lokinni býður Mál og saga upp á léttar veitingar

Ólafsþing er haldið í samstarfi við Málvísindastofnun Háskóla Íslands

Ráðstefnukall 2017

Fyrsta ráðstefna á vegum þessa nýja félags verður haldin laugardaginn 21. október 2017 í safnaðarheimili Neskirkju.

Kallað er eftir fyrirlestrum um söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Efni fyrirlestranna getur tengst sögulegri málfræði íslensku, norrænna, germanskra eða annarra indóevrópskra mála, enn fremur handritafræði, bragfræði, nafnfræði eða goðafræði svo eitthvað sé nefnt.

Fyrirlesarar geta óskað eftir að fá til ráðstöfunar 30 eða 40 mínútur og er þá gert ráð fyrir að 5–10 mínútum af þeim tíma verði varið til umræðna að fyrirlestrum loknum.

Þeir sem hafa hug á að halda fyrirlestur eru beðnir um að senda vinnutitil og útdrátt um efnið (200–300 orð) til Aðalsteins Hákonarsonar (<adh3@hi.is>) eigi síðar en 10. september 2017.