Um Mál og sögu

Félaginu er ætlað að vera vettvangur fyrir söguleg málvísindi og textafræði á málvísindalegum grunni. Það stendur fyrir árlegri ráðstefnu en á vegum þess eru einnig haldnir fundir eða málstofur nokkrum sinnum á ári. Þar gefst mönnum kostur á að flytja erindi um efni sem tengjast ofangreindum fræðasviðum eða kynna rannsóknir sínar. Markmið félagsins er ekki síst að stuðla að því að áhugamenn um söguleg málvísindi og textafræði hittist reglulega og myndi eða efli tengsl sín á milli.

Á aðalfundi, 12. maí 2018, voru eftirfarandi kosin í stjórn félagsins:

  • Aðalsteinn Hákonarson, formaður
  • Teresa Dröfn Freysdóttir Njarðvík, gjaldkeri
  • Jón Axel Harðarson, ritari
  • Katrín Axelsdóttir, meðstjórnandi
  • Helgi Skúli Kjartansson, varamaður